Jón Kalman tekur fram úr Arnaldi

Fréttir

Jón Kalman tekur fram úr Arnaldi

Það hefðu einhvern tímann þótt tíðindi til næsta bæjar að skáldsaga eftir Jón Kalman Stefánsson ryki hraðar út en bók Arnarldar Indriðasonar í desember.

En í nýjum metsölulista bókakeðjunnar Eymundsson, sem birtur var í gær, eru mest og best seldu innbundnu skáldverkin  þessi:

1. Lygi – Yrsa Sigurðardóttir

2. Fiskarnir hafa enga fætur – Jón Kalman Stefánsson

3. Skuggasund – Arnaldur Indriðason

4. Árleysi alda – Bjarki Karlsson

5. Sæmd – Guðmundur Andri Thorsson

Listinn er tekinn saman úr öllum verslunuum Eymundsson og nær frá 9. til 15. desember.

Bókin var uppseld á lager, en nýrri prentun var dreift á laugardag. Ráðist hefur verið í þriðju prentun.


Eldri fréttir Nýrri fréttir