Það hefðu einhvern tímann þótt tíðindi til næsta bæjar að skáldsaga eftir Jón Kalman Stefánsson ryki hraðar út en bók Arnarldar Indriðasonar í desember.
En í nýjum metsölulista bókakeðjunnar Eymundsson, sem birtur var í gær, eru mest og best seldu innbundnu skáldverkin þessi:
1. Lygi – Yrsa Sigurðardóttir
2. Fiskarnir hafa enga fætur – Jón Kalman Stefánsson
3. Skuggasund – Arnaldur Indriðason
4. Árleysi alda – Bjarki Karlsson
5. Sæmd – Guðmundur Andri Thorsson
Listinn er tekinn saman úr öllum verslunuum Eymundsson og nær frá 9. til 15. desember.
Bókin var uppseld á lager, en nýrri prentun var dreift á laugardag. Ráðist hefur verið í þriðju prentun.