Hvað er hæfilegur skammtur af Breka og Dreka?

Fréttir

Hvað er hæfilegur skammtur af Breka og Dreka?

Jú, við þekkjum einn ungan mann sem telur best að lesa nýju bókina um Breka og Dreka þrisvar sinnum á dag. Einu sinni fyrir leikskóla á morgnana og tvisvar sinnum að kvöldi: Fyrir og eftir kvöldmat.

Fyrir 2 árum kom út hjá Bjarti bókin Breki og Dreki í leiskóla – en þá höfðu þeir Breki og Dreki unnið sæludag á snyrtistofunni Kroppi en fóru húsavillt og eyddu deginum á leikskólanum Koppi. Margt kom þeim á óvart, en dagurinn var svo sannarlega ánægjulegur! 

Nú finna þeir Breki og Dreki upp á einu og öðru gagnlegu: Morgunverkavél, þar sem maður getur valið hraða eða hæga vöknun (tuttugu sekúndna hversdagsmorgun eða ljúfa og langdregna vöknun í hægagangi); Sturtuhlíf sem einnig má nota sem smábarnabaðkar, nú eða jólatré. Og síðast en ekki síst: Hárafjölgara. Því börnum er sjaldan leyft að taka þátt í fundum og ráðstefnum þar sem teknar eru ákvarðanir um réttindi barna. En ef maður klæðir sig upp einsog skeggjaður, fulloðrinn maður, er mögulegt að fá að vera með.

Þetta eru nú bara nokkur dæmi um gagnlegar uppfinningar þeirra Breka og Dreka.

Þórdís Gísladóttir þýddi.


Eldri fréttir Nýrri fréttir