Út er komin hjá Veröld bókin Hallgerður eftir Guðna Ágústsson.
„Allt líf Hallgerðar var storkandi stríð við mótlæti og niðurlægingu. Við sem nú lifum þekkjum afleiðingarnar af einelti, kynferðislegri misnotkun, óreglu og rógi í samtímanum. Hallgerður var og er misskilin kona og hér birtist saga hennar í nýju ljósi.“
Í þessari stórfróðlegu og skemmilegu bók kemur Guðni Ágústsson til varnar Hallgerði langbrók. Þetta er óður Guðna til konunnar sem Íslendingar kusu að fyrirlíta um aldir en um leið er aðdáun Guðna á fornsögunum yfir og allt um kring.
Það er óhætt að segja að hér sýni sagnamaðurinn Guðni Ágústsson á sér nýjar og óvæntar hliðar!