Fiskarnir hafa enga fætur komin í kilju!

Fréttir

Fiskarnir hafa enga fætur komin í kilju!

Hin rómaða skáldsaga Jóns Kalman Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, er komin út í kilju. Bókin kom út innbundin síðasta haust, var lofuð og dásömuð og stjörnum prýdd, fimm stjörnur í Fréttablaði og fimm í Mogga og lesendur kepptust um að hrósa henni – og kaupa hana, kannski til að gefa einhverjum sem þeim þótti vænt um – því bókin var enduprentuð og svo endurprentuð aftur eftir það! Falleg og skemmtileg metsölubók eftir „einn af öndvegishöfundum þjóðarinnar,“ einsog sagt var í Kiljunni.


Eldri fréttir Nýrri fréttir