Út er komin hjá Veröld metsölubókin Ég fremur en þú eftir Jojo Moyes. Þetta er hugljúf og harmræm ástarsaga sem farið hefur sannkallaða sigurför um heiminn og hefur nú verið kvikmynduð í Hollywood.
Lou Clark veit ekki að hún er um það bil að missa starfið sem hún kann svo vel að meta. Og það sem er jafnvel enn verrra: Hún veit ekki hvort hún elskar Patrick, kærastann sinn, jafn mikið og hún ætti að gera. Will Traynor veit að hann hefur glatað lífsviljanum eftir að hafa lamast í slysi. En hvorugt þeirra veit að þau munu breyta hvort öðru til frambúðar.
Hlý, grípandi og mannbætandi saga sem ómögulegt er að leggja frá sér!
„Heldur manni gjörsamlega – dásamlega rómantísk.“ Daily Telegraph
„Fyndin og hrífandi en aldrei fyrirsjáanleg.“ **** — USA Today
****** — Femina
„Hrífandi og rómantísk, allt annað víkur óhjákvæmilega á meðan.“ Indpendent on Sunday