Opið verður í forlagsversluninni alla þessa viku – frá klukkan 10 og til klukkan 18. Á laugardaginn verður opið frá klukkan eitt til þrjú (13-15). Lokað verður á Þorláksmessu. Athugið! Lokað verður á Þorláksmessu. Í forlagsversluninni er auðvitað hægt að fá allar okkar dásamlegu bækur á kostakjörum – en bækurnar fást sem betur fer víða og úti um allt land – en hér er veitt alveg einstök og sérstök ráðgjöf, sérsniðin að hverjum og einum! Komið fagnandi.
Friðrika Benónýsdóttir skrifar fallega um Fyrir Lísu í Fréttablaðinu í morgun. "Stíll Steinunnar er sem fyrr fágaður og agaður og setningarnar bráðna í munni, kæta og græta," skrifar Friðrika. Hún segir að húmorinn sé fyrirferðarmeiri heldur en í síðustu bók Steinunnar Jójó: "og heimsóknin til sálgreinandans fer hiklaust á blað með kómískustu atriðum á hennar ferli." Og er þó af nógu að taka, myndu sumir bæta við! "Lýsingar á samskiptum þeirra hjóna, Martins og Petru, eru líka magnþrungnar og ægifagrar," segir Friðrika - en að öllu þessu sögðu finnst henni Fyrir Lísu ekki standa jafnfætis Jójó, sem hún kallar snilldarverk og hvetur fólk til að lesa. Hér fyrir neðan má sjá dóminn í heild sinni.