Fréttir
Inngöngutilboð í Neon
Metsölubókin um Harold Fry að gjöf Komdu í Neon! Fáðu heimsendar dásamlegar bækur: Eina franska í mars, japanska í maí, ameríska í ágúst og ísraleska í október!2.180 krónur bókin – enginn heimsendingarkostnaður!Vilt þú verða hamingjusamur neon-áskrifandi?
Söguslóðir þríleiks Jóns Kalman
Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur heldur námskeið um þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins í Endurmenntun Háskóla Íslands í apríl.
Og í sumar stendur Útivist fyrir gönguferðum um sögusvið bókanna vestur á fjörðum.
Í tilefni INFERNO: tíu staðreyndir um allt aðra bók

Vel skrifuð bók, Guð minn góður
Nú verðar sagðar Kiljufréttir. Egill Helgason og gestir hans Eiríkur Guðmundsson og Kolbrún Bergþórsdóttir fjölluðu um Fyrir Lísu eftir Steinunni Sigurðardóttur í bókmenntaþættinum Kiljunni í gær. "Vel skrifuð bók, Guð minn góður," sagði Eiríkur Guðmundsson. "Mjög góð bók," sagði Kolbrún Bergþórsdóttir og hélt áfram: "Þetta er málefni sem brennur á höfundi," en umfjöllunarefni Steinunnar í Fyrir Lísu er barnaníð, sem margir héldu að væri ómögulegt að fjalla um í skáldskap, en Steinunni tekst listilega.
Jólaopnun í Forlagsverslun
