Út er komin hjá Veröld bókin Tröllastrákurinn eignast vini eftir Sigríði Arnardóttur, Sirrý. Tröllastráknum Vaka leiðist stundum að eiga enga vini. En dag nokkurn breytist það þegar hann kynnist Sögu sem er mannabarn. Hann hjálpar henni við að byggja kofa og þar þarf ýmislegt að gera: teikna, mæla, saga og negla. Það eru ekki allir jafnhrifnir af þessum tápmikla tröllastrák en Saga á gott ráð við því!
Sérlega skemmtileg og þroskandi saga eftir Sigríði Arnardóttur – Sirrý – með gullfallegum og líflegum myndum Freydísar Kristjánsdóttur. Bókinni fylgir geisladiskur með lestri Kristjáns Franklíns Magnús leikara á sögunni.
Fyrri bók Sirrýar og Freydísar um tröllastrákin Vaka hlaut mikið og einróma lof gagnrýnenda og var á meðal söluhæstu barnabóka.
Tröllastrákurinn eignast vini er 30 blaðsíður að lengd. Anna Cynthia Leplar sá um kápuhönnun og hönnun innsíðna.