Talar beint inn í samtímann!

Talar beint inn í samtímann!

Út er komin hjá Veröld spennusagan Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur. Gömul brúða þakin hrúðurköllum en með nisti um hálsinn er dregin úr sjó með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forstöðumaður vistheimilis er sakaður um alvarlegan glæp. Útigangsmaður finnst myrtur. Og ferðamenn hverfa sporlaust.

Í Brúðunni eru Huldar lögreglumaður og Freyja sálfræðingur í aðalhlutverki í magnaðri glæpasögu. Sagan talar beint inn í samtímann, rétt eins og fyrri bækur Yrsu Sigurðardóttur þar sem Huldar og Freyja eru aðalpersónur. Bækurnar um þau hafa fengið fádæma lof og hlotið ýmis verðlaun á alþjóðavettvangi.

Brúðan er 359 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu.


Eldri fréttir Nýrri fréttir