Bjartur hefur gefið út í samvinnu við Opnu Norðlingabók eftir Hannes Pétursson en þar er að finna alla sagnaþætti skáldsins í tveimur bindum. Hannes er löngu landskunnur sem eitt helsta ljóðskáld þjóðarinnar og hefur stundum verið kallaður síðasta þjóðskáldið. Jafnhliða ljóðlistinni hefur Hannes samið fræðirit og greinar, ferðasögur og fengist við þýðingar. Ekki síst hefur
Guðrún Elsa Bragadóttir bókmenntafræðingur og Þórdís Helgadóttir, skáld og textahöfundur spjölluðu við Höllu Harðardóttur um neonbókina Óþægilegt ást eftir Elenu Ferrante í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Hér má hlusta á þáttinn. http://www.ruv.is/spila/ras-1/bok-vikunnar/20180225
Dómnefnd í glæpasagnasamkeppninni um Svartfuglinn hefur nú lokið störfum og valið verðlaunahandritið. Dómnefndinni var vandi á höndum, á þriðja tug handrita barst í samkeppnina og mörg þeirra mjög álitleg. Það er augljóslega mikil gróska í glæpasagnaskrifum um þessar mundir og margir prýðisgóðir rithöfundar reyna fyrir sér á þessum vettvangi. Verðlaunin verða veitt í viku bókarinnar
Grænmetisætan var bók vikunnar á Rás 1. Grænmetisætan var ein neonbóka Bjarts árið 2017 og höfundur kom á Bókmenntahátíð í Reykjavík. http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/bok-vikunnar/20180128
Skilafrestur í Svartfuglinum hefur verið framlengdur til 2. janúar. Svartfuglinn, hin nýju glæpasagnaverðlaun sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson hafa stofnað til í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld, verða afhent í fyrsta sinn árið 2018 að undangenginni samkeppni. Þeim sem hlýtur glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn býðst samningur við umboðsmanninn David H. Headley en tímaritið Bookseller útnefndi hann sem