Frestur til að skrá sig á heillaóskaskrá í bókinni Ástin – Trú og tilgangur lífsins rennur út þann 10. september. Þetta er sannkölluð glæsibók sem kemur út í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar Árna Þórðarsonar í byrjun nóvember, þótt afmælisdagurinn sé ekki fyrr en þann 23. desember 2023. Bókin hefur að geyma íhuganir Sigurðar Árna, helstu kennidaga ársins.
Fullt verð bókarinnar er 14.990 en með því að slá inn afsláttarkóðann TABULA þegar þú lýkur kaupunum færðu hana á 11.990 kr. Bæði er hægt að fá bókina senda heim þegar hún kemur út, sækja hana til Bjarts & Veraldar eða á sérstakan útgáfufagnað sem auglýstur verður síðar. Vinsamlegast sendið nafnið sem á að birtast í heillaóskaskránni til pmo@bjartur.is. Einfaldast er að kaupa hana á þessum kjörum með því að smella hér.
Bókin er einkar aðgengileg og er auðvelt að fletta upp í henni. Sigurður Árni flutti prédikanirnar í þessari bók í Neskirkju og Hallgrímskirkju á árunum 2003-23.Ragnar Helgi Ólafsson býr hana til prentunar. Sigurður Árni hefur starfað sem prestur og fræðimaður og verið einn kunnasti kennimaður Íslendinga síðustu áratugi.
Eftir stúdentspróf frá MR hóf hann nám í Noregi en lauk guðfræðinámi á Íslandi frá HÍ. Hann lauk doktorsprófi í guðfræði og hugmyndasögu frá Vanderbiltháskóla í Tennessee í Bandaríkjunum. Í doktorsritgerðinni skrifaði hann um myndmál í trúarhefð Íslendinga. Sigurður Árni hefur starfað sem rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, háskólakennari og verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Hann hefur verið prestur í Ásaprestakalli, Staðarfellsprestakalli, Neskirkju og Hallgrímskirkju.