Á fimmtudag fögnum við útgáfu bókarinnar Steingrímur J. – Frá Hruni og heim í Eymundsson, Austurstræti, kl. 17. Í þessari áhugaverðu og opinskáu bók, sem nú er á leið í verslanir, hlífir Steingrímur J. Sigfússon hvorki sjálfum sér né öðrum. Hann lýsir glímuni við það að reisa Ísland úr rústum hrunsins, dramatískkum átökum á bak við tjöldin og veitir einstaka innsýn í heim íslenskra stjórnmála. Í bókinni gerir hann upp hitamál síðustu ára og þungbærar deilur við samherja. Björn Þór Sigbjörnsson blaðamaður skráir sögu Steingríms.