Út er komin hjá Bjarti glæpasagan Talin af eftir danska metsöluhöfundinn Söru Blædel. Húsmóðir í Englandi er skotin til bana með riffli í gegnum eldhúsgluggann. Í ljós kemur að konan var dönsk og hvarf sporlaust átján árum fyrr. Enska lögreglan kemst að því að hópur Dana hefur lagt umtalsverða fjármuni inn á reikning konunnar og leitar á náðir Louise Rick hjá mannshvarfadeild lögreglunnar í Kaupmannahöfn. Þar með tekur málið afar óvænta stefnu, jafnframt því sem samband Louise og Eiks, unnusta hennar og samstarfsmanns, lendir í miklum ólgusjó.
Sara Blædel er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur samtímans. Bækur hennar um Louise Rick hafa notið gríðarlegra vinsælda og selst í milljónum eintaka um allan heim. Talin af er 302 bls. Kápu hannaði Jón Ásgeir og Aðalsteinn Svanur Sigfússon braut um. Bókin er prentuð í Danmörku.
„Sagan fer með okkur inn á hið gráa svæði þar sem samúð getur orðið að glæp og góðvild leitt til kaldrifjaðs morð.“ ― New York Times Book Review
*****
Nordjyske Stiftstidende
„Sara Blædel kann sitt fag og spinnur hér frábæra fléttu.“ Weekendavisen
„Sagan þýtur af stað með öllu því sem tilheyrir: drama, krísum, hliðarsporum og endurliti uns allt kemur saman í lokin.“ Ekstra Bladet