Í yfir tuttugu ár hafa félagar neon-klúbbunum fengið inn um lúguna fyrsta flokks þýðingar á því athyglisverðasta í heimsbókmenntunum. Nú býðst þér að ganga í klúbbinn á einstöku inngöngutilboði – fyrsta bókin með 50% afslætti eða aðeins 1490 krónur! Eftir það færðu fjórar til sex stórkostlegar bækur á ári sendar heim. Skráðu þig strax í dag svo þú missir ekki af Fólki í angist eftir Fredrik Backman (Maður sem heitir Ove).
Meðal bóka sem auðgað hafa líf neon-félaga eru Napólí-bækur Elenu Ferrante, Hin órólegu eftir Linn Ullmann, Heiður eftir Elif Shafak, Einmana prímtölur eftir Paolo Giordano, Yacoubian-byggingin eftir Alaa al-Aswany, Meira efitr Hakan Gunday, Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry eftir Rachel Joyce, svo nokkrar séu nefndar.
Fólk í angist er fimm stjörnu skáldsaga sem fer nú sigurför um heiminn.
Á opnu húsi hjá fasteignasala fer allt úr skorðum þegar örvæntingarfullur og misheppnaður bankaræningi tekur alla viðstadda í gíslingu. Eftir því sem andrúmsloftið verður spennuþrungnara fara þau að opinbera ýmis leyndarmál hvert fyrir öðru.
Þegar ræninginn lætur loks alla lausa og lögreglan ræðst til inngöngu grípur hún í tómt. Hvernig tókst ræningjanum að komast burt án þess að lögreglan yrði þess vör? Og hvernig stendur á því að gíslunum ber ekki saman um atburðarásina?
Hér er Fredrik Backman í fantagóðu formi í bók sem er í senn bráðfyndin og þrungin sorg og sársauka.