En hvernig skyldi þeim hafa gengið að auka frelsi hér á landi – og hvaða áhrif höfðu aðgerðir uppreisnarmannanna á þá samfélagsþróun sem leiddi til hrunsins? Hafa íslenskir neytendur í raun einhvern tímann upplifað frjálsa samkeppni?
Styrmir Gunnarsson fer hér af mikilli hreinskilni í gegnum afdrifaríkan kafla í sögu Sjálfstæðisflokksins og íslensku þjóðarinnar. Hann styðst við upplýsingar úr innsta hring – meðal annars einkabréf og samtöl – og horfir til framtíðar þar sem ríkjandi hugmyndum í stjórnmálum og málefnum þjóðarinnar er hafnað.
Uppreinsarmenn frjálshyggjunnar er 234 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Aðalsteinn Svanur Sigfússon hannaði kápu.