Rýmingarsala bókaútgefenda er hafin í Borgartúni 29. Að venju gefst lesendum kostur á að kaupa bækur á ótrúlegu verði, eða með allt að 90% afslætti. Þarna eru íslensk og erlend skáldverk, þjóðlegur fróðleikur, barna- og unglingabækur í löngum röðum, handbækur af ýmsu tagi, hljóðbækur – allt sem hugurinn girnist. Rýmingarsalan er opin frá kl. 10-19
Út er komin hjá Veröld bókin Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman, höfund metsölubókarinnar Maður sem heitir Ove. Elsa er sjö ára og býr með mömmu sinni og ömmu í fjölbýlishúsi. Elsa er öðruvísi en flest önnur börn og amma hennar er engin venjuleg amma. Í ljós kemur að íbúarnir í húsinu búa yfir
Út er komin hjá Veröld bókin Hamskiptin – Þegar allt varð falt á Íslandi eftir Inga Frey Vilhjálmsson. Í bókinni er fjallað um ótrúlegt tímabil í sögu þjóðarinnar, árin þegar allt varð falt. Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður afhjúpar hvernig stór hluti þjóðarinnar – þar á meðal fjölmiðlar, fræðimenn, listamenn og stjórnmálamenn – steig dans með