Matargatið
Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal

Matargatið

Fullt verð 2.990 kr 0 kr

Nýstárleg og glæsileg matreiðslubók fyrir börn á öllum aldri, skrifuð af höfundi sem samhliða því að vera mikill matgæðingur hefur eldað með og fyrir börnin á leikskólanum Laufásborg um árabil við miklar vinsældir barnanna og foreldra þeirra. Theodóra er óhrædd við að fá börnin með sér í að elda ýmsa framandi rétti en hún hefur ferðast víða um heim og kynnst matreiðslu af ýmsu tagi. Thodóra hefur sýnt og sannað að börn geta miklu meira en flestir halda þegar kemur að matreiðslu og að þeim finnst ekki bara hamborgarar, pítsa og pulsur spennandi réttir. Bókin er ríkulega myndskreytt ljósmyndum og teikningum og eru uppskriftirnar í bókinni af ýmsum toga, allt réttir sem Theodóra hefur matreitt með börnunum við góðar undirtektir. 

 

Matargatið er 93 blaðsíður að lengd. Jón Ágúst Pálmason sá um bókarhönnun og teiknaði myndirnar í bókinni. Bókin er prentuð í Odda. 


Fleiri bækur