Heiður
Elif Shafak

Heiður

Fullt verð 990 kr 0 kr

Tvíburasysturnar Jamila og Pembe eru fæddar og uppaldar í kúrdísku þorpi. Jamila verður ljósmóðir og er um kyrrt í þorpinu, en Pembe fylgir eiginmanni sínum, Adem, til London, þar sem þau hyggjast tryggja börnum sínum bjartari framtíð.

Í London verða þau að velja á milli gamalla hefða og nútímalegs borgarlífs. Þegar Adem lætur sig hverfa tekur elsti sonurinn, Iskender, við hlutverki þess sem á að verja heiður fjölskyldunnar. Hann telur hægt að elska manneskju af hug og hjarta en vera jafnframt reiðubúinn til þess að gera henni mein.

Dramatísk saga um gamlar rætur og átök ólíkra menningarheima. Saga af ást og trú, ótryggð og heiðri.

Elif Shafak (f. 1971) er tyrkneskur höfundur, blaðamaður og fræðikona. Bækur hennar hafa verið þýddar á 39 tungumál og hefur hún hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar.

Dramatísk saga um átök ólíkra menningarheima. Saga af ást og trú, ótryggð og heiðri.


Fleiri bækur