Náttblinda
Náttblinda
Ragnar Jónasson

Náttblinda

Fullt verð 3.490 kr 0 kr

Lögreglumaður á Siglufirði er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Ung kona flýr þangað norður undan ofbeldisfullum sambýlismanni. Og sjúklingur er lagður inn á geðdeild í Reykjavík gegn vilja sínum. Þessir þræðir fléttast svo saman í magnaða spennusögu þar sem ræturnar liggja í átakanlegum veruleika undir fáguðu yfirborðinu. Glæpasögur Ragnars Jónassonar hafa vakið mikla athygli heima og erlendis og er Náttblinda enn ein staðfesting þess að það eru „engin takmörk fyrir því hve langt þessi snjalli höfundur getur náð á alþjóðavísu.“ (pressan.is). Útgáfurétturinn á Náttblindu var seldur til Englands áður en hún kom út á Íslandi.

„Breskir aðdáendur norrænna glæpasagna þekkja tvo frábæra íslenska rithöfunda, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur. Hér kemur sá þriðji: Ragnar Jónasson.“ The Times

„Vel fléttuð glæpasaga um hluti sem snerta okkur öll … Ragnar kann þá list að vefa glæpasögu og miðlar upplýsingum í passlegum skömmtum, flækir rannsóknina og beinir grun að ýmsum eins og vera bera til að halda lesandanum við efnið. Sagan fær svo aukna vídd með brotum úr dagbók ungs manns sem lokaður er inni á geðsjúkrahúsi, en lesandinn hefur ekki hugmynd um hver sá maður er eða hvernig þessi brot tengjast morðmálinu sem er í forgrunni sögunnar fyrr en rétt á síðustu blaðsíðunum. Þessi óvissa eykur spennuna og frjóvgar hugarflug lesandans sem auðvitað er á fullu að leysa gátuna sjálfur á undan lögreglumönnunum.“ *** Friðrika Benónýs, Fréttablaðinu

 

„Óvænt endalok í bestu bók Ragnars Jónassonar.“ ***1/2 Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu

 

„Sagan er vel uppbyggð, persónurnar áhugaverðar og endirinn óvæntur. Enn ein frábær bók frá Ragnari.“ Gurrí á Vikunni


Fleiri bækur