Hugrækt og hamingja
Við viljum öll vera hamingjusöm. Það er bæði gott og eðlilegt markmið að stefna að því að öðlast hamingju í einkalífi og starfi og leggja rækt við huga sinn, sjálfum sér og öðrum til góðs. Í aðgengilegum og persónulegum texta fjallar Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur um vestræna sálarfræði og austræna visku sem fléttast saman í árangursríka og viðurkenndaleið sem stuðlar að meiri lífsgæðum, tilfinningagreind, hugarró og visku. Og þar er núvitund (mindfulness) í stóru hlutverki.
Anna Valdimarsdóttir er einn virtasti sálfræðingur þjóðarinnar. Áður hefur hún meðal annars skrifað metsölubækurnar Leggðu rækt við sjálfan þig og Leggðu rækt við ástina sem hlotið hafa mikið lof.
„Skyldulesning fyrir alla sem vilja ná auknum árangri í lífi og starfi.“ Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik.
Hugrækt og hamingja er 314 blaðsíður að lengd. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð í Odda.