Gegnum glervegginn
Ragnheiður Gestsdóttir

Gegnum glervegginn

Fullt verð 1.499 kr 0 kr

Dagurinn byrjaði eins og allir aðrir dagar í lífi hinnar þrettán ára gömlu Áróru. Hún var alein inni í glerhvolfinu, í litlum heimi þar sem ekkert skorti – nema félagsskap. En svo kemur hún auga á dökkan kollinn á Rökkva og allt breytist. Hún flýr úr þessari lokuðu veröld út í harðan veruleikann þar sem nýr heimur bíður hennar og kynngimögnuð atburðarás fer af stað.

Hún leggur á flótta undan harðskeyttum yfirvöldum, kynnist fólki sem hefur neyðst til að leita í felur en ákveður svo að freista inngöngu í Borgina þar sem fólk lifir í miklum vellystingum. En þá kemur ýmislegt óvænt í ljós …

Gegnum glervegginn er æsispennandi saga eftir Ragnheiði Gestsdóttur, einn fremsta barna- og unglingabókahöfund þjóðarinnar. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars Norrænu barnabókaverðlaunin.

Gegnum glervegginn er 270 blaðsíður að lengd. Ragnheiður Gestsdóttir teiknaði myndir og Anna Cynthia Leplar braut um og hannaði bókarkápu. Bókin er prentuð í Odda. 


Fleiri bækur