Rannsóknin
Philippe Claudel

Rannsóknin

Fullt verð 990 kr 0 kr

Maður kemur í lítið þorp. Hann á að komast að rótum sjálfsmorðsbylgju sem þar hefur gengið yfir skömmu áður. En ekkert fer einsog hann ætlaði.
 
Philippe Claudel vekur til umhugsunar án þess að vera íþyngjandi, hann spyr spurninga en veitir ekki endilega svörin. Hann bendir aldrei á sökudólg. 
 
Hann lætur sér nægja að skapa aðstæður, sem við þekkjum öll, og leyfir okkur að fylgja Rannsóknarmanninum í gegnum þær. 
 
„Þú finnur þegar þú leitar ekki.“
 

Áður hefur komið út hjá Bjarti bókin Í þokunni, eftir Philippe Claudel, sem er margfaldur verðlaunahöfundur og þýddur í rúmlega þrjátíu löndum.
 
Kristín Jónsdóttir þýddi úr frönsku.
 
 
„Þökk sé þessari litlu og látlausu bók, sýnir höfundurinn okkur hvernig skáldskapurinn getur náð utan um raunveruleikann. Heillandi.“ 
- L’Express
 
„Philippe Claudel gengur hér í raðir Kafka  og Aldous Huxley.“
Le Point


Fleiri bækur