Bjarni Þorsteinsson – Eldhugi við ysta haf
Viðar Hreinsson

Bjarni Þorsteinsson – Eldhugi við ysta haf

Fullt verð 6.990 kr 0 kr

Í bókinni Bjarni Þorsteinsson – Eldhugi við ysta haf er sögð saga saga sveitapilts sem varð einn merkasti frumherji íslensku þjóðarinnar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Stórbrotið lífshlaup Bjarna einkenndist af háleitum hugsjónum og mikilli athafnaþrá – en hann þurfti einnig að kljást við tómlæti og andstöðu ráðamanna.

Bjarni var prestur á Siglufirði og helsti forystumaður bæjarins þegar síldarævintýrið byrjaði. Hann hóf þjóðlagasöfnun innan við tvítugt og bjargaði þannig stórum hluta af þjóðlagaarfi Íslendinga frá glötun.

Bjarni var þjóðkunnur lagahöfundur og eitt fyrsta tónskáld þjóðarinnar til að birta lög sín á prenti.

Við ritun ævisögu Bjarna Þorsteinssonar fékk Viðar Hreinsson óheftan aðgang að einkaheimildum hans, þar á meðal hátt í eitt hundrað rómantískum ástarbréfum til Sigríðar Blöndal Lárusdóttur, stúlkunnar frá Kornsá í Vatnsdal, sem síðar varð eiginkona hans. Viðar hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ævisögu Stephans G. Stephanssonar.

Bjarni Þorsteinsson – Eldhugi við ysta haf er merkur aldarspegill en birtir um leið áhrifamikla mynd af margbrotnum manni sem kenndi til í stormum sinnar tíðar.

Bjarni Þorsteinsson – Eldhugi við ysta haf er 498 blaðsíður að lengd.
Ragnar Helgi Ólafsson hannaði bókarkápu og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna. Bókin er prentuð í Odda. Leiðbeinandi útsöluverð er 6.990 krónura


Fleiri bækur