Bréfabók
Míkhaíl Shíshkín

Bréfabók

Fullt verð 990 kr 0 kr

 

Í Bréfabók er sögð ástarsaga Vladimirs og Alexöndru. Þau skiptast á bréfum og lesandinn áttar sig fljótt á því að þau eru aðskilin í tíma, ekki síður en í rúmi. Allur heimurinn er undir, þetta er ástarsaga allra tíma. 

Míkhaíl Shíshkín er einn áhrifamesti rithöfundur rússlands í dag. Hann hefur unnið til þriggja stærstu bókmenntaverðlauna í heimalandi sínu. Stórblaðið Guardian hefur sagt um verk hans: „Stíllinn er magnaður og efnið frumlegt … má færa fyrir því rök að hann sé mesti núlifandi höfundur Rússlands.“

 

„Á undraverðan hátt hefur Shíshkín blandað saman raunveruleika og fantasíu, sagnfræði og skáldskap, nístandi einmanaleika og unaðslegri samkennd.“ Wall Street journal

 

Áslaug Agnarsdóttir þýddi úr rússnesku


Fleiri bækur