Betri næring – betra líf
Kolbrún Björnsdóttir

Betri næring – betra líf

Fullt verð 0 kr 0 kr

Góð melting er undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Í þessari áhugaverðu og aðgengilegu bók rekur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir á skýran og einfaldan hátt hvernig meltingarkerfið virkar og hvernig hægt er að koma starfsemi þess í lag til frambúðar. Hér er að finna nákvæma lýsingu á heilunarferli í fjórum áföngum sem tryggir að meltingin sé í góðu horfi. Hverjum áfanga fylgja m.a. uppskriftir að spennandi réttum úr smiðju Kolbrúnar og Sólveigar Eiríksdóttur (Sollu á Gló).

Kolbrún Björnsdóttir hefur starfað við grasalækningar í tæplega tvo áratugi. Hún hefur mikla og víðtæka þekkingu og reynslu á því sviði, ekki síst þegar kemur að næringu og meltingu.

„Algjörlega ómissandi bók fyrir alla þá sem hafa áhuga á að halda heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Bókin er á mannamáli – skýr og auðskilin – og vísar Kolbrún okkur skref fyrir skref leiðina að bættri heilsu.“ – Jóhanna Vilhjálmsdóttir, fjölmiðlakona

„Bókin er fínn og nákvæmur leiðarvísir, uppfull af fróðleik og uppskriftum, sem eykur skilning og opnar hugann.“ – Sigurjón M. Egilsson, blaðamaður

Betri næring – betra líf er 200 blaðsíður að lengd. Björg Vilhjálmsdóttir hannaði innsíður og kápu og braut bókina um. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur