Amma biður að heilsa
Fredrik Backman

Amma biður að heilsa

Fullt verð 0 kr 0 kr

Elsa er sjö ára og býr með mömmu sinni og ömmu í fjölbýlishúsi. Elsa er öðruvísi en flest önnur börn og amma hennar er engin venjuleg amma. Í ljós kemur að íbúarnir í húsinu búa yfir mögnuðum örlagasögum sem Elsa flækist inn í og átakanleg en um leið bráðfyndin atburðarás fer af stað.

 

Amma biður að heilsa er einstök saga um ofurhetjur úr hversdagslífinu sem eiga erfitt með að fóta sig í veruleikanum eftir höfund metsölubókarinnar Maður sem heitir Ove sem sló rækilega í gegn.

 

 

„Hittir beint í mark. Bækur sem fá mig bæði til að hlæja og gráta verðskulda hæstu einkunn.“ Expressen Söndag

 

***** Adlibris.se

 

„Með því besta sem ég hef lesið lengi.“ LitteraturMagazinet

 

„Fredrik Backman fær mann til að hlæja, syrgja og gleðjast – og fella tár.“ Svenska Dagbladet


Fleiri bækur