Ertu á réttri hillu í lífinu? Ertu að fást við það sem hentar þinni manngerð og nýta hæfileika þína til fulls? Ertu að leita að nýjum starfsvettvangi?
Í þessari aðgengilegu bók er fjallað um það hvernig hægt er að rýna í sjálfan sig og finna út frá nokkrum grunnþáttum hvar hæfileikarnir liggja. Í kjölfarið geta lesendur svo tekið próf og komist að því hvers konar manngerð þeir eru. Fjallað er sextán ólíkar manngerðir, styrk þeirra og veikleika, og rætt við fulltrúa allra þessara hópa sem eiga það sammerkt að hafa á endanum fundið fjölina sína í starfi sem hentar þeim.
Árelía Eydís Guðmundsdóttir er dósent við við viðskiptadeild Háskóla Íslands og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða fyrir fagmenn jafnt sem leikmenn, m.a. um starfsánægju og stafsframa.
„Ákaflega skýr og skemmtileg bók sem skilur lesandann eftir með kollinn fullan af spennandi hugmyndum og hugsunum.“Felix Bergsson, leikari og dagskrárgerðarmaður
„Lesandanum er boðið í skemmtilegt og nauðsynlegt ferðalag um sjálfan sig sem eykur ánægju og hamingju hvers og eins.“Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital
Á réttri hillu er 208 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut um og hannaði innsíður og Flash Gordon sá um kápuhönnun. Bókin er prentuð í Ísafoldarprentsmiðju.