Kristín Helga Gunnarsdóttir

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Kristín Helga Gunnarsdóttir (1963) hefur um langt árabil verið einn ástsælasti  barna- og unglingabókahöfundur þjóðarinnar. Persónur á borð við Fíusól og Obbuló hafa notið ómældra vinsælda, að ógleymdum bókum sem hafa átt brýnt erindi við samtímann á borð við Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels. Samstarf hennar við Halldór Baldursson hefur getið af sér ýmsa stórkostlega karaktera. Hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar á farsælum ferli. 

           Ritaskrá

           Verðlaun og viðurkenningar

  • 2017  Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmael
  • 2009  Sögusteinn, barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi fyrir feril
  • 2008  Bókaverðlaun barnanna fyrir Fíasól er flottust
  • 2008  Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir Draugaslóð
  • 2008  Draugasögusamkeppni Mýrarinnar og Forlagsins í tilefni hátíðarinnar Draugar úti í mýri, 2. verðlaun: „Rauð húfa“
  • 2006  Bókaverðlaun barnanna fyrir Fíasól á flandri
  • 2005  Bókaverðlaun barnanna fyrir Fíasól í Hosiló
  • 2004  Bókaverðlaun barnanna fyrir Strandanornir
  • 2004  Vorvindar, viðurkenning IBBY á Íslandi fyrir Strandanornir
  • 2002  Bókaverðlaun barnanna fyrir Í Mánaljósi
  • 2001  Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Móa hrekkjusvín

    Tilnefningar

    • 2018  Til Fjöruverðlaunanna fyrir Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmael
    • 2017  Til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Vertu ósýnilegur: flóttasaga Ishmael
    • 1999  Til Barnabókaverðlauna Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir Milljón steinar og Hrollur í dalnum