Vertu ósýnilegur - Flóttasaga Ishmaels
Eitt sinn bjó Ishmael í borg þar sem var líf og fjör alla daga og börn léku sér innan um dulúðuga hnífasala, villiketti og sápugerðarmeistara. Núna er hann 14 ára og borgin hans er vígvöllur. Þegar heimilið er rústir einar neyðist hann til að leggja land undir fót og leita skjóls þar sem friður ríkir. En flóttaleiðin er lífshættuleg. Á sama tíma glímir fjölskylda í Kópavogi við það flókna verkefni að fóta sig í nýju landi.
Vertu ósýnilegur - Flóttasaga Ishmaels vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út árið 2017. Fyrir hana hlaut Kristín Helga Barnabókaverðlaun Reykjavíkur, Fjöruverlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólk bókaverslana. Þá var sagan tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barna- og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs.