Fíasól í logandi vandræðum
Kristín Helga Gunnarsdóttir

Fíasól í logandi vandræðum

Fullt verð 5.000 kr 0 kr

Áttunda bókin um hina heimsfrægu Fíusól sem er í logandi vandræðum. Það er eldgos í Vindavík, Bjössi byssó flytur í götuna, Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón. Halldór Baldursson teiknar sem fyrr veröld Fíusólar.

Fíasól er í logandi vandræðum! Hjálparsveit Fíusólar stendur í stórræðum. Það er eldgos í Vindavík og Alla Malla og Stebbi flýja í Grænalund. Bjössi byssó flytur í götuna. Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón og þau Ingólfur Gaukur rífast miklu meira en venjulega. „Hann hefur meira að segja sagt við hana að hún sé barnaleg. Og nokkrum sinnum! Og eins og það sé eitthvað slæmt að vera barnalegur?... Að vera barnalegur er að vera klár, sniðugur, hugrakkur og duglegur!“

Þetta er áttunda bókin um hina heimsfrægu Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Sem fyrr teiknar listamaðurinn Halldór Baldursson veröld Fíusólar og bókaverðlaunaslóðin er löng á eftir þeim öllum!

„Kristínu Helgu tekst að skrifa í senn á nútímalegu og barnvænu máli og texta sem stenst allar kröfur um vandaða og spennandi notkun á tungumálinu. ... Ævintýrin í bókinni eru hæfilega mörg þannig að sagan sé spennandi allan tímann en ekkert týnist í hamaganginum. ... Myndir Halldórs eru bráðskemmtilegar að vanda, gerðar
bæði af næmi og húmor. Það er fagnaðarefni að Fíasól lifi áfram og höfundarnir hafi engu gleymt.★★★★1/2 Ragnheiður Birgisdóttir, Morgunblaðið

Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2024.

„„Að vera barnalegur er að vera klár, sniðugur, hugrakkur og duglegur!“ Fíasól í logandi vandræðum er áttunda bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um stelpuskottið hana Fíusól. Hún er ákaflega upptekinn sveitarforingi í hjálparsveitinni sinni, hana langar að stofna dýrabjörgunardeild og Skólóvision er í fullum gangi. Í Vindavík leikur allt á reiðiskjálfi og Alla Malla kemur í skjálftafrí í bílskúrinn hjá Ingólfi Gauki. Bókin er skemmtilega myndskreytt og aðgengileg fyrir bókaorma á öllum aldri.“ Umsögn dómnefndar um Fjöruverðlaunin


Fleiri bækur