Kópavogskrónika
,,Það er hvorki lauslæti mitt né skortur á hinu svokallaða móðureðli sem leiddi mig suður í Kópavog. Það var ástin sem gerði það. Þú mátt mín vegna apa flest eftiri mér. En þú skalt forðast sambönd."
Móðir skrifar skrautlega sögu sína til dóttur sinnar. Sögusviðið er Kópavogur, bærinn sem er slys og átti aldrei að verða til, þar sem eru engar vídeóspólur í sjoppunni Video og grill og það erekki til neins að láta sig dreyma um að hitta einhvern skjaldvein á Riddaranum.
Kópavogskrónika er fyrsta skáldaga Kamillu Einarsdóttur. Þetta er sannkölluð nútímasaga, skrifuð af algjöru hispursleysi. Textinn er ágengur, hrár og jafnvel grófur. Hér svífur kaldhæðni yfir vötnum en um leið miklar og djúpar tilfinningar.
„Frábærlega skemmtileg ... æðisleg.“ Logi Bergmann Eiðsson, K100
„Látið ekki þessa bók framhjá ykkur fara. Þetta er ástarsaga nútímans sögð af kjaftforu kæruleysi í bland við undurblíða viðkvæmni.“ Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur
„Óþægilega þægileg, sorglega fyndin, átakanlega ljúf og lygilega heiðarleg – svolítið vont-gott.“ Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona
„Höfundur nær að draga upp raunveruleika miðbæjar Kópavogs af mikilli snilld. Ljúfsár frásögn sem fangar misgóða deitmenningu landans.“ Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður
„Kópavogskrónika er fyndin, sorgleg, skemmtileg og átakanleg – eins konar ástarsaga 21. aldarinnar sem hiklaust má mæla með, þó einhverjir lesendur gætu sopið hveljur yfir sumum lýsingum bókarinnar því ekkert er dregið undan.“ ⭐️⭐️⭐️⭐️⭐️ Jóhann Ólafsson, Morgunblaðinu
„Kópavogskrónika [er] stórskemmtileg, óvenjuleg og ögrandi bók. ... Kamilla er rétt að byrja og er augljóslega hæfileikaríkt ólíkindatól sem engin leið er að spá um hvað gerir næst.“ Þorgeir Tryggvason, Morgunblaðinu