Kamilla Einarsdóttir
Kamilla Einarsdóttir sendi frá sér sína fyrstu bók, Kópavogskrónika - Til dóttur minnar með ást og steiktum árið 2018. Hún hlaut Rauðu Hrafnsfjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins 2018 í íslenskum bókmenntum.
„ótrúlega fyndin og Kamilla er frábær penni ... allt í senn snörp, skemmtileg, fyndin og dramatísk. Kópavogskrónika er fyndin, sorgleg, skemmtileg og átakanleg – eins konar ástarsaga 21. aldarinnar sem hiklaust má mæla með, þó einhverjir lesendur gætu sopið hveljur yfir sumum lýsingum bókarinnar því ekkert er dregið undan.“ ***** Jóhann Ólafsson, Morgunblaðinu (um Kópavogskróniku)