Ókyrrð
Jón Óttar Ólafsson

Ókyrrð

Fullt verð 990 kr 0 kr

Kvöld eitt fær lögreglumaðurinn Davíð Arnarson beiðni í SMS um að koma til Cambridge. Hann þekkir ekki númerið og það er hvergi á skrá. Morguninn eftir berst lögreglunni í Reykjavík hjálparbeiðni vegna morðs á íslenskum eðlisfræðistúdent sem var að rannsaka ókyrrð í lofti – við  Cambridge-háskóla. Æsileg atburðarás fer í gang þar sem Davíð reynir að aðstoða bresk yfirvöld við komast til botns í morðmálinu en hverjum getur hann treyst? Og áður en hann veit af er lífi hans sjálfs ógnað.

Jón Óttar Ólafsson kvaddi sér hljóðs á íslenskum glæpasagnamarkaði með bókinni Hlustað sem út kom 2013. Hún hefur þegar komið út í Noregi og Frakklandi. Ókyrrð sýnir svo ekki verður um villst að Jón Óttar er glæpasagnahöfundur í fremstu röð!

 

978-9935-454-38-6

292

 

„Hugsun höfundar að plottinu er ágæt, sérstaklega með tenginguna við Ísland, og frásögnin er spennandi,“ skrifar Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðið, 27.11.2014


Fleiri bækur