Hlustað
Jón Óttar Ólafsson

Hlustað

Fullt verð 990 kr 0 kr

HLUSTAÐ eftir Jón Óttar Ólafsson. Lögreglusaga af algerlega nýju kaliberi.

Ung kona finnst látin í gömlum grásleppuskúr við Ægisíðu í desember 2009. Margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt, en lögreglumaðurinn Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Eina vísbending hans er óskráð símanúmer. 

Af tilviljun kemst hann yfir hljóðupptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala, sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans. En hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið – um leið og hann reynir að bjarga starfi sínu. Og hjónabandinu. 

Valdamiklir menn vernda hver annan. Og þá skiptir morðrannsókn litlu. 

Jón Óttar Ólafsson er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge-háskóla. Hann hefur starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Þetta er hans fyrsta skáldsaga.


Fleiri bækur