Jón Óttar Ólafsson
Jón Óttar Ólafsson er doktor í afbrotafræðum frá Cambridge-háskóla. Hann hefur starfað innan lögreglunnar, í fjárfestingabanka og hjá Sérstökum saksóknara. Hans fyrsta skáldsaga, Hlustað, kom út haustið 2013, og vakti verðskuldaða athygli. „“Hlustað“ verður að teljast ansi góð frumraun. Íslenskur eftirhrunsþriller af bestu sort,“ sagði Hallgrímur Helgason um bókina. Sjá alla færsluna hér.
Hlustað kom út í Noregi vorið 2014 og í Frakklandi um sumarið.
Ný spennusaga Jóns Óttars er Ókyrrð. Ókyrrð kom út í nóvember 2014.