Haruki Murakami
Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans
Fullt verð
1.999 kr
Nýjasta skáldsaga meistarans Murakami, í þýðingu Ingunnar Snædal.
Á menntaskólaárunum átti Tsukuru Tazaki fjóra bestu vini. Eftirnöfn þeirra allra innihéldu einhvern lit, nema Tazaki. Hann hét engum lit. Frá upphafi fannst honum hann því örlítið útundan.
Dag nokkurn tilkynntu vinir hans að þau vildu hvorki sjá hann né heyra nokkurn tíma aftur.
Allar götur síðan hefur Tsukuru verið eins og svefngengill og engum tengst vinaböndum. Þegar hann kynnist Söru fyllist hann löngun til þess að gera upp fortíðina og komast að því hvað gerðist.
Haruki Murakami er einn vinsælasti og virtasti höfundur samtímans.
260 bls