Við stöndum á tímamótum
Magnús Orri Schram

Við stöndum á tímamótum

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Magnús Orri Schram alþingismaður lýsir því í þessari áhugaverðu bók hvernig hægt er að efla atvinnulífið, skapa eftirsóknarverð störf og tryggja að hér á landi verði lífskjör sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Þannig verði gætt að mikilvægu samspili verðmætasköpunar og velferðarkerfis, svo tryggja megi jöfn tækifæri allra, án tillits til efnahags, stéttar eða stöðu.

 Magnús Orri leggur fram hugmyndir að nýrri atvinnustefnu þar sem umhverfisvernd og atvinnulíf haldast í hendur, þar sem áhersla er lögð á þekkingu og gæði frekar en magn, fjölda eða stærð og færir rök fyrir nauðsyn þess að Íslendingar taki upp evru.

 Hér er fjallað um brýnustu mál samtímans á skýran og aðgengilegan hátt og bent á athyglisverðar leiðir til hagsældar og hamingju.

 „Magnús Orri lýsir því skilmerkilega í þessari forvitnilegu bók hvernig nýsköpun og hugverkagreinar eru lykilatriði í því að bæta lífskjör okkar til framtíðar – orð í tíma töluð.“ Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

 „Ísland 21. aldarinnar mun snúast um þekkingu og nýsköpun – það verður aldrei of oft ítrekað. Bók Magnúsar Orra er mikilvægt innlegg í þá umræðu.“ Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri Orf Líftækni

 „Hér leggur Magnús Orri fram áhugaverða framtíðarsýn, þá sérstaklega um möguleika innan skapandi greina og starfsumhverfi sprotafyrirtækja.“ Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og eigandi hönnunarfyrirtækisins Farmers Market

 „Magnús Orri er stjórnmálamaður sem veit hvert við Íslendingar eigum að stefna og hvernig við förum að því. Í þessari afar áhugaverðu bók sýnir hann fram á að tækifæri okkar eru óþrjótandi ef rétt er haldið á spilunum.“ Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu


Fleiri bækur