
Emilía
Ég sé fyrir mér hvern krók og kima, litirnir hafa ekkert dofnað, ég finn meira að segja lyktina, heyri hljóðin í húsinu ... Eftir að ég flutti út steig ég aldrei fæti þangað inn aftur og ætla mér ekki að gera það.
Ung kona, Emilía, flytur með foreldrum sínum og ömmu inn í timburhús í miðbæ Reykjavíkur. Ekki líður á löngu þar til hún uppgötvar að þau eru ekki ein á nýja heimilinu.
Ragnar Jónasson sem er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims sýnir hér á sér óvænta hlið í snarpri draugasögu. Bækur hans hafa selst í meira en fimm milljónum eintaka og eru margverðlaunaðar.
„Þessi taugatrekkjandi íslenska ráðgáta mun grípa þig á fyrstu blaðsíðu og halda þér uns ljósin slokkna.“ Vogue Scandinavia um Þorpið
„Einhver besti glæpasagnahöfundur heims nú um stundir.“ Daily Mail
„Enginn venjulegur rithöfundur.“ The Times
„Heimsklassa glæpasagnahöfundur.“ The Sunday Times