Uppspuni – kennsluleiðbeiningar Rúnar Helgi Vignisson
Bjartur

Uppspuni – kennsluleiðbeiningar Rúnar Helgi Vignisson

Fullt verð 0 kr 0 kr

Í Kennsluleiðbeiningunum er markmiðið að vekja athygli á túlkunarleiðum sem og einstökum einkennum sagnanna. Bent er á eitt og annað sem ræða má við nemendur, bæði hvað varðar innri heim sagnanna og tengsl þeirra við ytri veruleika. Einnig er tæpt á hugtökum sem að gagni kunna að koma við greiningu og umfjöllun.

Þá fylgja umfjöllun um hverja sögu hugmyndir að verkefnum og umræðuefnum og aftast eru nokkrar spurningar um smásöguna almennt. Þar er ennfremur að finna skýringar á skáletruðum hugtökum auk þess sem tínd eru til nokkur rit um smásöguna. Gert er ráð fyrir því að stuðst sé við eftirmála smásagnasafnsins þar sem finna má almennari umfjöllun um smásöguna sem form.

Höfundarnir sem eiga sögur í Uppspuna eru Andri Snær Magnason,Ágúst Borgþór Sverrisson, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, EinarKárason, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Fríða Á.Sigurðardóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Gyrðir Elíasson, Jón AtliJónasson, Kristín Marja Baldursdóttir, Óskar Árni Óskarsson, RúnarHelgi Vignisson, Þorsteinn Guðmundsson og Þórarinn Eldjárn.


Fleiri bækur