Undir vernd stjarna
Jón Kalman Stefánsson

Undir vernd stjarna

Fullt verð 1.999 kr 0 kr

Ljóð úr ýmsum heimshornum.

Hvernig skal lýsa ljóðasafni? Þetta eru ljóð um kraftinn sem vex í draumum Napóleons, um risavaxna dverglilju haustsins, um gaffal, aftökustaðinn, samviskubitið, sársaukafulla einveru, um heimsveldi drauma og þá staðreynd að ef þú ákveður að fara, skaltu vita að hér eru dyrnar, þær bera nafn mitt og liggja að tárum.

Höfundarnir eru átján, fimmtán karlar og þrjár konur, fæddir á bilinu 1891 til 1953.

Jón Kalman Stefánsson valdi, þýddi og ritar eftirmála.

 

„Það er greinilegt að Jón Kalman hefur lagt mikla alúð í ljóðavalið, sem er svo gott að það er eiginlega hafið yfir gagnrýni. Það sést líka svo vel að ljóðin eru valin af manni sem er ákaflega elskur að skáldskap. (…)  Ljóðaunnendur eiga að hlaupa út í búð og kaupa Undir vernd stjarna.“

– Kolbrún Bergþórsdóttir, Morgunblaðinu, 27. október 2013


Fleiri bækur