Þú sem ert á himnum – Rýnt í bresti biblíunnar með guði almáttugum
Úlfar Þormóðsson

Þú sem ert á himnum – Rýnt í bresti biblíunnar með guði almáttugum

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir guðlast. Hér fer hann í gegnum biblíuna, bók fyrir bók, og leitast við að draga upp mynd af þeim guði sem þar er að finna. Á ferð sinni um hina helgu bók hnýtur Úlfar um fjölmargt sérkennilegt í og kemst m.a. að því að sá himnafaðir sem þar er að finna er býsna ólíkur þeim góðlátlega guði sem kirkjan boðar að vaki yfir velferð okkar. Inn á milli bregður höfundurinn sér inn í nútímann og tengir innihald biblíunnar veruleika okkar og útleggingum kirkjunnar manna á bók bókanna. Bókin er skrifuð í léttum og aðgengilegum stíl og byggir höfundurinn á biblíulestri til margra áratuga. Þetta er bók sem fær lesandann til að velta rækilega fyrir sér þeim grunni sem kirkjan byggir á og hvernig hann rímar við veruleikann og yfirbygginguna.

Þú sem ert á himnum er 400 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson braut bókina um og Ragnar Helgi Ólafsson hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur