Þrjár mínútur
Piet Hoffmann er á flótta undan sænskum yfirvöldum og gerist flugumaður bandarískra stjórnvalda í kólumbísku kókaínmafíunni. Honum tekst að komast til metorða í hrottalegum heimi glæpamanna sem svífast einskis. Þegar háttsettur bandarískur stjórnmálamaður er tekinn í gíslingu lendir Hoffmann milli steins og sleggju – báðir aðilar vilja hann feigan. Sænski lögreglumaðurinn Ewert Grens er sendur til Kólumbíu til að reyna að ná sambandi við Hoffmann sem hefur ákveðið að taka málin í sínar hendur.
Háspennutryllir úr smiðju þeirra Roslund & Hellströms sem grípur lesandann heljartökum og sleppir honum ekki fyrr en á síðustu síðu.
„Hröð og mögnuð spennusaga, eins og að horfa á æsispennandi kvikmynd.“ - Dagens Nyheter
„Spennandi saga um ofsóttasta mann í heimi í kókaínfrumskógum Kólumbíu.“ – Sveriges Radio, P4
„Skyldulensning sumarsins, eða kannski bara einfaldlega skyldulesning fyrir alla.“ – Skånska Dagbladet
Þrjár mínútur er 599 blaðsíður að lengd. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð hjá Nørhaven, Danmörku.