Mannsævi
Robert Seethaler

Mannsævi

Fullt verð 2.499 kr 0 kr

Andreas Egger er fluttur kornabarn í lítið fjallaþorp í Ölpunum rétt eftir aldamótin 1900. Þar á hann illa vist en persónueinkenni þróast með honum; seigla, líkamlegur styrkur, hneigð til einveru. Egger verður maður verka fremur en orða. Ungur maður ræður hann sig í vinnu hjá verktökum sem hyggjast reisa kláf upp á fjallstind, nútíminn heldur innreið sína í þorpið og við það breytist öll tilvera íbúanna.

Mannsævi eftir Robert Seethaler er afar áhrifamikil bók um mannlega reisn og hæfni til að sigrast á erfiðum aðstæðum. Um leið og saga Eggers er sögð í meitluðum og áreynslulausum stíl, endurspeglar hún á margvíslegan hátt sögu tuttugustu aldarinnar – sögu einnar mannsævi.

Mannsævi var tilnefnd til Booker-verðlaunanna árið 2016.

Mannsævi er fimmta bók Roberts Seethaler, sem auk þess að vera rithöfundur starfar sem leikari og býr í Berlín.

*****
Berlingske Tidende

„Sérhver setning, hvert orð, öll blæbrigði – allt er nákvæmlega hárrétt. Aðdáunarvert afrek.“
Die Welt

„Snertir mann djúpt“
Sunday Times

„Seethaler hefur skrifað þétta sögu um reisn og fegurð.“
Wall Street Journal

„Viðkvæm og áhrifamikil skoðun á hæfileika mannsins til aðlögunar. Hin margbotna saga Seethalers minnir á að hamingjuna má finna í hinu einfalda og látlausa.“
Booklist


Fleiri bækur