Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð
Dagur Hjartarson

Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð

Fullt verð 0 kr 0 kr

Þar sem vindarnir hvílast hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár.

 Í umsókn dómnefndar sagði m.a.

,,Verðlaunahandritið er lágstemmt, afslappað og áreynslulaust. Og einmitt þar liggur styrkur þess, sá styrkur sem þarf alltaf til að draga lesanda frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu; aðdráttarafl hins prentaða orðs…. Tærleiki, bjartsýni og einlæg ást einkennir handritið fram undir lok þess. En þá birtast nokkur ljóð í röð sem eru full af lúmskum trega og óvæntum sársauka, eins og ljóðmælandi hafi haldið sársaukanum í sér en leyft honum að koma upp á yfirborðið undir það allra síðasta. Það er ekki síst þessi leikur með viðtökur lesandans sem gerði að verkum að dómnefndin ákvað að verðlauna ljóðahandritið Þar sem vindarnir hvílast – og fleiri einlæg ljóð. Titillinn er, eins og handritið sjálft, leikur með einlægni og kaldhæðni.“


Fleiri bækur