Svo skal dansa
Bjarni Harðarson

Svo skal dansa

Fullt verð 0 kr 0 kr

Svo skal dansa er skáldsaga um baráttu kvenna, hetjusaga hinna snauðu og ættarsaga hinna ættlausu. Sagan hefst seint á 19. öld í óvenjulegu gistihúsi við hálendisbrúnina rétt hjá Reykjavík og lýkur um hundrað árum síðar í Efstasundinu og Houston Texas. Svo skal dansa er saga syndugra og brotgjarnra alþýðukvenna sem eru hamingjusamar í fátæktinni þrátt fyrir að þær séu sviptar öllu.

Bjarni Harðarson, bóksali og fyrrverandi þingmaður, byggir þessa stórbrotnu sögu á harðri en ævintýralegri lífsbaráttu formæðra sinna en allar þurftu þær að yfirgefa börn sín. Hann sýnir hér á sér óvænta hlið í skáldsögu sem er harmræn og gleðileg í senn; heillandi óður til horfinna kvenna.

Svo skal dansa er 283 bls. að lengd. Helgi Hilmarsson braut bókina um og Flash Gordon hannaði kápu. Bókin er prentuð í Odda.

 


Fleiri bækur