Svavar Guðnason
Kristín G. Guðnadóttir

Svavar Guðnason

Fullt verð 4.990 kr 0 kr

Svavar Guðnason er stórvirki um einn helsta listmálara Íslands eftir Kristínu G. Guðnadóttir listfræðing. Svavar Guðnason var í hópi fremstu listamanna Evrópu eftirstríðsáranna. Hann er tvímælalaust sá myndlistarmaður þjóðarinnar sem mesta athygli hefur vakið erlendis auk þess að vera brautryðjandi í íslenskri myndlist. Í glæsilegri bók Kristínar G. Guðnadóttur um Svavar Guðnason er mikilfenglegur ferill Svavars skoðaður og settur í sögulegt samhengi við íslenska og evrópska myndlist og myndir birtar af fjölmörgum verka hans, þar sem kannski er fólginn „hinn hreini sannleiki litanna“, eins og Halldór Laxness ritaði. Þá er einnig fjallað um lífshlaup Svavars og persónulega hagi. Svavar Guðnason er veglegur minnisvarði um einn merkasta fulltrúa íslenskrar menningar fyrr og síðar.

Svavar Guðnason er 355 blaðsíður að lengd. Anna Cynthia Leplar sá sá um bókarhönnun og umbrot. Bókin er prentuð í Odda.


Fleiri bækur