Stelpur geta allt
Íslenskar stelpur geta allt sem þær vilja – og jafnvel meira til. Og þær geta tekist á við ótrúlegustu erfiðleika og sigrast á þeim. Hér er að finna viðtöl við 22 stelpur sem annaðhvort hafa náð frábærum árangri á einhverju sviði eða upplifað eitthvað óvenjulegt eða sérstakt.
Stelpurnar segja hér sögu sína á einlægan og opinskáan hátt, um raunverulegar upplifanir, lífsskoðanir og ýmislegt annað. Inn á milli eru svo nafnlausar reynslusögur stelpna og frásagnir kvenna frá unglingsárum sínum – kvenna sem eru fyrirmyndir margra stelpna í dag.
Kristín Tómasdóttir sló rækilega í gegn með metsölubókum sínum Stelpur! og Stelpur a-ö. Hér kemur hún úr nýrri og spennandi átt að lesendum sínum.
Fyrirmyndarbók fyrir flottar stelpur sem geta allt!
„Ótrúlegar sögur af mögnuðum stelpum. Ég hvet allar stelpur sem og stráka til að lesa þessa bók.“ Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona
„Ómetanlegt tækifæri til að læra af reynslu annarra. Skyldulesning fyrir stelpur á öllum aldri.“ Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari
„Sérlega hvetjandi og ánægjuleg lesning. Nauðsynleg bók fyrir allar stelpur!“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari
Stelpur geta allt er 270 blaðsíður að lengd. Bjarney Hinriksdóttir hannaði kápu, Anna Cynthia Leplar braut um og hannaði innsíður. Bókin er prentuð í Odda.