Stelpur A-Ö
Kristín Tómasdóttir

Stelpur A-Ö

Fullt verð 990 kr 0 kr

Hvaða spurningar brenna á vörum forvitinna stelpna? Hvað er það sem þær þyrstir í að vita en hafa ekki fengið svör við? Í fyrra heimsóttu þær systur Kristín og Þóra Tómasdætur fjölda félagsmiðstöðva og skóla í kjölfar útkomu metsölubókar sinnar Stelpur! og söfnuðu spurningum sem stelpur leituðu svara við. Með aðstoð sérfræðinga af ýmsu tagi og visku úr reynsluheimi sínum og vinkvenna sinna tókst þeim að finna svör við öllum þessum spurningum. Og hér er hún komin, bókin með spurningunum og svörunum við þeim. Bók sem engin stelpa má láta framhjá sér fara!

„Dásamlegar spurningar frá íslenskum stelpum sem svarað er á fallegan og heiðarlegn hátt.“ Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona.

„Meinholl lesning fyrir stelpur á öllum aldri, hispurslaus og einlæg.“ Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín.


Fleiri bækur