Söknuður
Matthías Johannessen

Söknuður

Fullt verð 1.990 kr 0 kr

Í þessari hlýju ljóðabók glímir Matthías Johannessen við sáran missi, segir: „Allt er liðið, enginn getur vakið / upp þau tré sem missa laufið sitt, // eitt varst þú og eina vorið mitt.“ Bókin skiptist í fjóra hluta: Hún var jörðin, Án hennar, Tilbrigði við orðið söknuður og Sprengja er hjarta mitt. Matthías Johannessen hefur sent frá sér fjölda verka, skáldsögur, ævisögur, samtöl og leikrit en kunnastur er hann fyrir ljóð sín.

Hægt líður tíminn og hugur
minn hljóðnar sem skógur í regni,
veit samt ekki hvort verður
vor eins og áður í maí,

bíð þess aðeins að birti
og býsnavetur sé hjá.

Söknuður er 83 blaðsíður að lengd. Ólafur Unnar Kristjánsson hannaði kápu en bókin er prentuð í Leturprenti.

 


Fleiri bækur