Slepptu mér aldrei
Kathy, Ruth og Tommy voru nemendur við Hailsham – heimavistarskóla í uppsveitum Englands. Börnin þar voru vandlega vernduð fyrir umheiminum, þeim var innrætt að þau væru einstök og að velferð þeirra væri afar mikilvæg. En hvers vegna var þeim gert að verja æskunni á þessu glæsilega sveitasetri?
Mörgum árum seinna rifjar Kathy, þá orðin 31 árs gömul, upp sögu sína og barnanna á Hailshamsetrinu. Smám saman afhjúpast sannleikurinn um líf hennar, Ruthar og Tommys, um æsku þeirra, sem virtist svo gleðirík, og framtíðina sem beið þeirra.
Slepptu mér aldrei er áhrifarík saga um ást, missi og um hina brothættu tilvist manneskjunnar – einstakt og ógleymanlegt meistaraverk.Kazuo Ishiguro hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2017.
Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi.