Sex kíló á sex vikum
Ulrika Davidsson og Ola Lauritzon

Sex kíló á sex vikum

Fullt verð 990 kr 0 kr

Í þessari alþjóðlegu metsölubók er að finna snjalla áætlun fyrir 42 daga, uppskriftir að ómótstæðilegum en um leið heilsusamlegum réttum og ábendingum af ýmsu tagi svo að aukakílóin hverfa hratt og örugglega.

 Höfundar bókarinnar eru sænsku næringarráðgjafarnir og matgæðingarnir Ulrika Davidsson og Ola Lauritzon. Þessi árangursríka áætlun byggist á margra ára reynslu þeirra af ráðgjöf á sviði heilsu og næringar.

 Hér geta lesendur loksins náð langþráðu markmiði án þess að þurfa stöðugt að telja hitaeiningar eða sleppa úr máltíðum. Er eftir nokkru að bíða?

 Bókin er 144 blaðsíður að lengd. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi, Helgi Hilmarsson hannaði bókarkápu og sá um umbrot.


Fleiri bækur